Fiskvinnsla í fiskmarkaðshúsi

Fyrir um ári síðan tóku BB og synir við fiskamarkaðsþjónstu hér í Stykkishólmi og tóku við leigusamningi um húsnæði markaðarins sem var með bindingu í einhver ár út frá breytingum sem gerðar voru á húsnæði markaðarins. Öllum fiski sem landað var og átti að fara á markað var þannig keyrður á Rif og fór flokkun og slæging fram þar. Húsnæðið sem markaðurinn var í hér hefur þannig staðið lítið nýtt frá þessum tíma.
Nú eru uppi hugmyndir um að koma fyrir fiskvinnslu í húsnæðinu, nóg eftirspurn er fyrir það þrátt fyrir að markaðsverð fisksins mætti vera hærra.

am/frettir@snaefellingar.is