Fjögurra ára týndi bangsa á ferðalagi

Eftirfarandi bón barst á ritstjórnarskrifstofuna:

Þessi sæti BANGSI fór á flakk á SNÆFELLSNESI í síðustu viku og hans er sárt saknað af 4ra ára eiganda sínum.

Hann hefur trúlega farið í felur einhversstaðar í kringum N1 á Hellissandi eða í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Ef einhver hefur fundið bangsakrílið eða veit hvar hann er niðurkominn má endilega hafa samband við Elísabetu í síma 847-9250

Með von í hjarta um endurheimtur á hjartabangsa.

Elísabet

Fólk er beðið um að hafa augun opin svo bangsinn komist í réttar hendur. Hans er sárt saknað.