Fjölmargir viðburðir á Heilsuviku

Heilsuvika hefur staðið yfir í Snæfellsbæ frá því á síðasta fimmtudag. Fjölmargar uppá­komur hafa verið í boði allt frá Bosnískri pítugerð, Zumba, Joga, samfloti í sundlauginni og Fome­ flex til fyrirlestra um kvíða.

Um helgina var hægt að láta teyma undir sér á hestbaki í nýrri og glæsilegri reiðskemmu Hesteigendafélagsins Hrings, prófa klifurvegg hjá Björgunar­sveitinni Lífsbjörgu og ýmislegt fleira. Einnig hafa fyrirtæki í Snæ­fellsbæ boðið upp á ýmis heilsutilboð.

 

Mikið af því sem er í boði er á vegum heimafólks og er það vel.

Sigrún Ólafsdóttir íþrótta­ og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að mæta á viðburði og er áhugasamt.

Þetta er í þriðja skipti sem staðið er fyrir Heilsuviku í Snæ­fellsbæ og hefur hún vaxið ár frá ári og notið mikilla vinsælda hjá íbúum Snæfellsbæjar.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli