Fjölskrúðugt dýralíf

IMG_9566.jpgGráhegri sást fljúga vestur yfir Stykkishólmskirkju í hádeginu og svo sást annar við Skipavík.  Að sögn Róberts A. Stefánssonar er mikið líf í Hofstaðavogi og greinilega síld víða.  „En við Hofstaðavoginn sáust m.a. fjórir ernir, nokkur þúsund hvítfuglar og tugir súlna. Í Hraunsfirði og við Kolgrafafjarðarbrú var allt með frekar kyrrum kjörum í gær en grútur var vel sýnilegur í Kolgrafafirði frá útsýnisstað nærri Eiði. Síldargryfjurnar eru því greinilega enn að losa talsvert af lífrænum efnum og benda mælingar Hafró og Vegagerðarinnar til þess að súrefnismettun sé lág og talsverð rotnun í gangi. Þegar ekið var fyrir Kolgrafafjörð sást að fuglalífið var miklu minna en lengst af síðasta vetur en samt var heilmikið líf – mest í fjörum við Eiði (máfar) en líka talsvert í fjarðarbotninum (máfar og endur). Í raun var líflegra við fjörðinn en ég átti von á og fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu vikur og mánuði. Að sögn heimamanna sáust háhyrningar á Kolgrafafirði innan brúar í gær eða fyrradag, sem bendir til að síld sé farin að ganga inn á fjörðinn.“