Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Flutningar

Starfsfólk Ásbyrgis er þessa dagana í óða önn að koma sér fyrir í húsnæði gamla bókasafnsins við Hafnargötuna. Þau voru glöð í bragði þegar litið var inn í gær miðvikudag, enda plássið meira, allt á einni hæð og mun stærra en gamli skólastjórabústaðurinn. Bókasafnið er nú flutt í nýja húsið við Grunnskólann og skv. fundargerðum Stykkishólmsbæjar verður það opnað 26. janúar n.k. en Lionsmenn, nemendur og starfsfólk GSS og fleiri hafa aðstoðað við að koma safninu upp á nýja staðnum s.l. vikur.
am