Framúrskarandi fyrirtæki á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 25. janúar tilkynnti Creditinfo hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016. Að þessu sinni voru það 621 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu, en það er um 2% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti og eru því afar verðmæt fyrir hluthafa og samfélagið í heild sinni.

Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Viðskiptaráð Íslands.

Af Snæfellsnesi þykja eftirfarandi fyrirtæki framúrskarandi:

  • Sæfell hf. (Stykkishólmi)
  • Fiskmarkaður Íslands hf. (Ólafsvík)
  • Útgerðarfélagið Dvergur hf. (Ólafsvík)
  • Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. (Ólafsvík)
  • KG Fiskverkun ehf. (Hellissandi)
  • Nesver ehf. (Hellissandi)