Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Fráveita

Mikið er rætt þessa dagana um frárennsliskerfi byggðra bóla á Íslandi og ljóst að gera þarf bragarbót í þeim málum. Miklu skiptir að íbúar hugi vel að því hvað fer í klósettin og hvað í ruslið. Frárennsliskerfið hér í Stykkishólmi þarfnast endurbóta en haustið 2015 voru fengnar tillögur frá verkfræðistofunni Verkís í endurbætur á lögnum sem renna í Maðkavík og lagnir Ægisgötu og Tangagötu til að koma þeim í eina útrás.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 70 milljónir króna til stóð að fara í útboð strax árið 2016. Í upphafi þessa árs kom fram í pistli bæjarstjóra að kannaður skyldi möguleiki til þess að selja Veitum ohf fráveitukerfi Stykkishólmsbæjar og var KPMG fengið til að gera verðmat á fráveitukerfinu í kjölfarið.
Óstaðfestar heimildir herma að áhugi Veitna á kaupum á fráveitunni hafi ekki verið til staðar. Framkvæmdir í tengslum við Maðkavík, Ægisgötu og Tangagötu sem til stóð að fara í hafa ekki farið af stað, svo vitað sé. Sé litið til ársreiknings Stykkishólmsbæjar þá er hagn-aður af fráveitukerfinu um 9 milljónir króna fyrir árið 2016.
Það má því draga þá ályktun að ástand sé síst betra hér í bæ en annarsstaðar á landsvísu og ástand þeirra 14 útrása fráveitu í Stykkishólmi sé óbreytt frá 2015 og jafnvel fyrr.

 

am