Miðvikudagur , 19. desember 2018

Frestur framlengdur

Skv. upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa þá hefur vinnuhópur vegna deiliskipulags við Reitarveg lengt frest til að koma með athugasemdir við hugmyndum vinnuhóps eða koma með nýjar hugmyndir bæjarbúa um hvað þeir vilja sjá við Reitarveg í framtíðinni, úr 3 vikum í 6 vikur eða fram til 7. nóvember.
Ennfremur kemur fram í upplýsingum skipulags- og byggingarfulltrúa að: „Þeim sem vilja kynna sér málið betur, skila inn hugmyndum eða koma með athugasemdir er bent á að hafa samband við skipulags- og byggingarfulltrúa, þar er tekið á móti öllu, teikningum, skissum, tölvupósti, pósti, texta eða bara munnlegu sem skipulags- og byggingarfulltrúi mun skrá niður.
Hugmyndir vinnuhópsins voru kynntar á fundi 26. sept. og kom svo í Stykkishólms-Póstinum í vikunni þar á eftir.
Eins og staðan er í dag, þá hafa bara borist um 4 formleg erindi, sem hafa verið flokkuð þannig. Ein athugasemd, tvær ábendingar og ein hugmyndavinna. Sem bendir til þess að flest allir bæjarbúar séu ánægðir með hugmyndir vinnuhópsins.
Vinnuhópurinn óskar eftir að öllum athugasemdum, hugmyndum og ábendingum verði skilað inn til skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir 7. nóv. annars verða þær ekki teknar fyrir í vinnuhópnum fyrir áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið.“

Reitarvegur-deilisk-1965

Á meðfylgjandi skipulagstillögu sem er frá árinu 1965 og kom í leitirnar við tiltekt í gagnasafni Byggingarfulltrúa fyrir skömmu má sjá að hugmyndir vinnuhópsins er ekki langt frá þessum hugmyndum.