Fréttir á ensku

Nú hefst sú nýjung hjá Snæfellingum.is að valdar fréttir birtast á ensku.

Efni fréttanna og/eða greinanna miða að ferðafólki sem fjölgað hefur gríðarlega undanfarið.

Þær munu snúast um efni sem viðkemur ferðafólki s.s. upplýsingar um breytta opnunartíma á frídögum o.þ.h.

Inn á milli munu birtast færslur um efni sem okkur Snæfellingum finnst sjálfsagt en almennur ferðamaður gerir sér ekki endilega grein fyrir.

Er þetta liður í því að bæta upplýsingaflæði til gesta okkar sem mun vonandi bæta dvöl þeirra hér á landi.

Viljir þú koma einhverju á framfæri til ferðamanna má hafa samband við frettir@snaefellingar.is.