Fullorðnir Vestlendingar meta andlega heilsu slæma

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi fyrir árið 2017. Tilgangur þeirra er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig borið saman við landið í heild. Auðveldar það sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að skilja þarfir íbúa í sínu umdæmi og þannig vinna saman að bættri heilsu.

Vesturlandið sker sig úr að nokkru leiti miðað við landið í heild. Má þar nefna að fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta í skóla eða vinnu, hlutfall framhaldsskólanema sem hefur prófað kannabis er lægst á landinu og hér er lægsta hlutfall framhaldsskólanema sem segist oft hafa verið einmana. Einnig er hlutfall barna í 8.-10. bekk sem tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi lægst á Vesturlandi, færri konur mæta í leghálskrabbameinsskoðun og fleiri fullorðnir meta andlega heilsu sína slæma. Þunglyndislyfjanotkun er undir landsmeðaltali hjá konum og rétt við meðaltal hjá körlum. Háþrýstingslyfjanotkun er hærri en gengur og gerist á landinu öllu.