Fundað

Ný bæjarstjórn Stykkishólms hefur fundað frá kosningum, bæjarráð sömuleiðis og næsti bæjarstjórnarfundur í dag fimmtudag. Skv. fundargerðum var á fundi bæjarráðs lagðar fram tillögur frá O-lista  sem verða teknar fyrir á bæjarstjórnarfundi í dag auk viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og breytingar á samþykktum nefnda verða til umræðu. Kjörið verður í nefndir í samræmi vð samþykktir bæjarins á þessum fundi.

Ný bæjarstjórn Grundarfjarðar fundar einnig í dag og heimildir herma að þar verði nýr bæjarstjóri kynntur til sögunnar.

am/frettir@snaefellingar.is