Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Fundur um auðlindagjald

Opin fundur sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðaði til var haldinn í félagsheimilinu Röst á Hellissandi í síðustu viku. Fjölmargir útgerðarmenn ásamt fleirum mættu á fundinn og létu gestir fundarins vel í sér heyra um það hve há skattlagning á þá væri.

Til umræðu voru breytingar á frumvarpi sem ráðherra lagði fram nýverið. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á auðlindagjaldi og einföldun á innheimtu þess. Voru gestir sammála um að gott væri að einfalda gjaldið þó að þessi umdeildi skattur muni ekki lækka við þetta frumvarp. Hafði einn fundarmaður á orði að strax væri tekið af þeim 5,6% af kvótanum í allskyns potta og ofan á þetta bættist auðlindagjald, spurði hann ráðherra hvort einhver annar atvinnuvegur væri skattlagður á þennan hátt eins og sjávarútvegurinn.

Framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands Ólafur Rögnvaldsson sagði á fundinum að gjaldið væri allt of hátt, það væri 12-13 krónur nú en nóg væri að það væri 5 – 6 krónur á kílóið af fiski.
Kristján Þór ráðherra sagðist vel skilja þessi sjónarmið, þetta væri þó ekki eingöngu í hans höndum. Frumvarpið færi nú í gegnum þingið og vonaðist hann til þess að hann væri búin að koma til móts við gagnrýnisraddir með því. Landsamband smábátaeigenda lýsir á heimasíðu sinni yfir ánægju sinni með að loksins skuli hafa komið fram frumvarp sem kemur til móts við gríðarlegan rekstrarvanda smábátaútgerða. Segjast þeir þó ekki komast hjá því að gagnrýna harplega að frumvarp eins og þetta hafið komið til kasta Alþingis fyrir löngu.

Lækkuninni í frumvarpinu má skipta í tvennt. Sú fyrri yrði að breyting verði á afsláttarprósentu hjá útgerðum sem greiddu lægra veiðigjald en 30 milljónir á síðasta ári og myndi hún þá gilda afturvirkt frá 1. september 2017. Hækkun afsláttar yrði því þannig að fyrra þrepið sem veitir 20% afslátt á fyrstu 4,5 miljónum upphæðar veiðigjalds færi í 30% og næði upp að 5,5 miljónum. Síðara þrepið 15% afsláttur fyrir næstu 4, 5 miljónir af greiddu gjaldi myndi hækka í 5,5 miljónir og afslátturinn í 20%. Myndi þessi breyting ná til þeirra sem greiddu lægra veiðigjald en 30 milljónir á síðasta ári og gilda um gjaldið á yfirstandandi fiskveiðiári. Uppsafnaður mismunur, 12,5% kæmi til frádráttar við næstu greiðslur. Sú seinni er þannig að breyting verði á gjaldi fyrir hverja fisktegund og myndi gilda frá og með 1. janúar 2018 og ná til allra útgerða.

þa