Fyrsta skóflustunga tekin á húsnæði Æðarseturs Íslands

skoflustunga_aedarsetur

Það telst alltaf til tíðinda þegar skóflustunga er tekin að nýju húsnæði og þá sérstaklega undir annað og meira en íbúðahúsnæði. Sá skemmtilegi viðburður átti sér stað í morgun í elsta hluta Stykkishólms, að tekin var skóflustunga fyrir nýju húsi! Það var Friðrik Jónsson sem þar tók fyrstu skóflustunguna að húsnæði Æðarseturs Íslands sem þarna mun vera í framtíðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólms var viðstaddur ásamt aðstandendum Æðarsetursins.