Fyrstu stig í hús

Fyrstu stig Víkings þetta sumarið komu í hús á síðasta sunnudag þegar þeir sóttu Grindavík heim í þriðju umferð Pepsí deildarinnar. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en þónokkur vindur var í Grindavík. Það færðist þó heldur betur fjör í leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar fyrirliði Víkings Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði á 46. mínútu eftir hornspyrnu frá Alonso Sanches Gonzales. Stuttu seinn koma annað mark Víkinga einnig eftir hornspyrnu þegar Kenan Turudija skoraði á 51. mínútu. Leikmenn Grindavíkur reyndu að færa sig framar en náðu ekki að skapa sér mikið af færum.

Þorsteinn Már Ragnars­son skoraði svo þriðja mark Víkinga eftir skyndisókn á 81. mínútu. Grindavík náði að skora mark á 90.mínútu og urðu lokatölur því 1 ­- 3 og fyrstu stig Víkings Ólafsvíkur í húsi en þeir spiluðu mjög þéttan og agaðan varnarleik. Víkingar taka á móti ÍBV í næstu umferð og fer sá leikur fram á sunnudag 21. maí kl. 14.

Kvennalið mfl. Víkings lék sinn fyrsta leik í 1. deild 2017 þegar þær heimsóttu Hamrana á laugardag, leiknum lauk með jafntefli 0 -­ 0 og situr Víkingur í sjötta sæti deildarinnar með 1 stig. Næsti leikur er heimaleikur gegn Selfossi föstudaginn 19. maí kl. 17.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli