Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Gistinóttum á hótelum fækkar um 1% í maí 2017

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í maí á milli ára. Á landsvísu var 7% aukning frá maí 2016 og maí 2017. Alls voru gistinæturnar 303.000 og þar af voru erlendir gestir 87%.

Gistinæturnar voru flestar á höfuðborgarsvæðinu eða 176.400. Það eru 58% allra gistinátta.

Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum eða 65%. Þar fjölgaði gistinóttum úr 12.353 í 20.412.

Aukning var í öllum landshlutum nema á Vesturlandi og Vestfjörðum sem talið er saman. Þar dró saman um 1%. Í maí árið 2016 voru gistinæturnar 15.723 en þær voru 15.622 í ár.

Hagstofan vekur þó athygli á því að eingöngu er hér um að ræða gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistiheimili og hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann eru ekki talin með. Auk þess eru tölurnar fyrir 2017 bráðabirgðatölur.