Gjöf að andvirði 1.5 milljón

Eins og kunnugt er þá lét Kór Stykkishólmskirkju hanna og framleiða fyrir sig óróa af kirkjunni fyrir örfáum árum. Hugmyndin var að búa þannig til fjáröflunarmöguleika fyrir kirkjuna vegna yfirstandandi framkvæmda sem stóðu fyrir dyrum á kirkjunni. Búið er að ná upp í framleiðslukostnað og hefur óróinn nú verið afhentur Stykkishólmskirkju og verður hafður til sölu í kirkjunni héðan í frá. Söluandvirði óróanna er um ein og hálf milljón króna. Agnar Jónasson formaður Kórs Stykkishólmskirkju afhenti Áslaugu Kristjánsdóttur formanni sóknarnefndar og kirkjuverði og Sr. Gunnari E. Haukssyni sóknarpresti í vikunni ríflega 700 óróa með gjafabréfi.

am/frettir@snaefellingar.is