Gjöf til kirkjunnar

Um síðustu helgi komu saman afkomendur Kristjönu Þ. Tómasdóttur og Víglundar Jónssonar til að minnast þeirra hjóna, tilefnið var að þann 17. maí hefði Kristjana orðið 100 ára.

Að þessu tilefni og einnig 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju var ákveðið að gefa kirkjunni 15 Biblíur sem m.a. verða notaðar í tengslum við fermingar auk fleiri viðburða.

Á myndinni er sr. Óskar að taka við gjöfinni frá fulltrúum fjölskyldunnar, f.v. Ragnheiði Víglundsdóttur, Guðrúnu Víglundsdóttur og Guðrúnu Karls­dóttur.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli