Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Gleðilegt sumar


Sumardagurinn fyrsti var í síðustu viku og var mikið um að vera um allt Snæfellsnes, enda veður með eindæmum gott. Alls kyns viðburðir voru og fólk var mikið á ferðinni.
Lömbin á Einarsstöðum, í Nýræktinni, völdu þann dag til að láta sjá sig. Þau fengu umsvifalaust nöfnin Sól og Blíða og bera bændur sterkar vonir í brjósti um að það viti á gott sumar.