Gómsætar kótilettur í Röstinni

Lionsklúbbur Nesþinga stóð öðru sinni fyrir “Kótilettukvöldi” um síðustu helgi, Heppnaðist kvöldið mjög vel en eftir að gestir höfðu gætt sér á gómsætum kótilettum með tilheyrandi meðlæti tók dagskrá kvöldsins við. Andri Freyr Viðarsson sá um að halda uppi fjörinu, fórst honum það vel úr hendi og fékk hann góða aðstoð og undirspil frá Trausta Leó Gunnarssyni sem spilaði undir á gítar. Einnig söng Kristbjörg Ásta nokkur lög við undirspil Trausta Leós við góðar undirtektir gesta. Dregið var í happdrætti og óvænt skemmtiatriði vakti mikla lukku en lionsmenn höfðu farið og fengið nokkra þátttakendur í að taka þátt í danskeppni með því að dansa Macarena sem þeir tóku upp og sýndu. Kvöldið var vel sótt og seldust 100 miðar, voru lionsmenn mjög ánægðir með aðsóknina og telja líklegt að fleiri kótilettukvöld verði haldin í framtíðinni.

þa