Grímnir 50 ára

Leikfélagið Grímnir var stofnað í Stykkishólmi árið 1967 og hefur starfað óslitið síðan. Þess var minnst s.l. sunnudag í sal Tónlistarskólans. Boðið var á bíó, þar sem upptökur frá leikritum voru sýndar. Yngstu gestir fylgdust spenntir með Karíusi og Baktusi á tjaldinu og gestir gæddu sér á nýbökuðum vöfflum og flettu í gömlum myndaalbúmum frá árunum 50. Stórsveit Snæfellsness lék þrjú lög í upphafi afmælisveislunnar og stóðu sig með mikilli prýði. Á afmælisárinu hefur verið unnið að skrásetningu og flokkun eigna félagsins og fjárfest var í hljóðkerfi sem einnig er leigt út. Nú er efst á óskalistanum hjá félaginu að endurnýja ljósabúnað sem er kominn til ára sinna. Formaður leikfélagsins í dag er Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir.
Um leið og leikfélaginu er árnað heilla er vonandi að það styttist í næstu sýningu þess.

 

am