Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Grundarfjarðarlína í jörð

Nú á dögunum hóf Steypustöð Skagafjarðar framkvæmdir við lagningu Grundarfjarðarlínu. Það er 2,66 kw jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar ásamt byggingu nýrra tengi­virkja. Með þessari framkvæmd mun áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingar­ öryggi batna á Snæfellsnesi. Hafa truflanir með tilheyrandi straumleysi verið tíðar á Snæ­fellsnesi undanfarin ár því loft línan milli Ólafsvíkur og Vega­móta liggur um mjög erfitt svæði veðurfarslega á Fróðarheiði.

Vinna við undirbúning, hönnun og útboð ásamt jarðvinnuframkvæmdum tengivirkis í Grundarfirði hófst árið 2015. Hófust framkvæmdir svo árið 2016 og einnig vinna við hönnun nýs tengivirkis í Ólafsvík og innkaup á jarðstreng. Nú er vinnan við strenginn hafinn eins og fram kemur hér að framan og stefnt er að því að fram­kvæmdum ljúki sumarið 2018 ásamt yfirborðsfrágangi á streng­leiðinni.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli