Heiðin boðin út

Þau gleðilegu tíðindi bárust fyrir síðustu helgi að Vegagerðin auglýsti eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Íbúar Snæfellsbæjar hafa beðið eftir þessari framkvæmd síðan árið 1994 þegar þessari samgöngubót var lofað í tengslum við sameiningu sveitarfélagsins.
Opna á tilboð í verkið þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14.15 en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið eigi síðar en 1. ágúst árið 2020.

Jökull