Heimasíða um átthagafræði

Á opnu húsi í Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. apríl sl. fengu gestir að skoða afrakstur vinnu nemenda auk þess sem ný heimasíða um átthagafræði skólans var opnuð. Slóðin á átthagafræðisíðuna er www.atthagar.is og þar er m.a. hægt að skoða námskrá átthagafræðinnar, í henni eru markmið hvers námsárs sett fram og viðfangsefni skilgreind.
Námskráin er fjölbreytt og gefur möguleika á ólíkum útfærslum í kennslu. Einnig er hægt að skoða verkefnabanka þar sem hægt verður að sjá með hvaða hætti hin ýmsu verkefni voru unnin og mun hann stækka með tímanum. Vefstjóri síðunnar er Hugrún Elísdóttir. Merki átthagafræðinnar var hannað af Antoni Jónasi Illugasyni í samstarfi við átthagafræðiteymið.
Vitinn í merki átthagafræðinnar er táknrænn fyrir það að hann vísar veginn og litir merkisins kallast á við merki skólans því það er í sömu litum.