Heldur fleiri búnir að kjósa í Stykkishólmi

Um kl. 18 voru 440 búnir að kjósa í Stykkishólmi en þar eru 818 á kjörskrá. Á sama tíma í fyrra voru 430 búnir að kjósa kl.18.  Kjörsókn er því heldur betri að þessu sinni. Gott veður er í Stykkishólmi og voru kjósendur að koma jafnt og þétt yfir daginn til að kjósa.