Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Hreinsa vegasorp

Umhverfismál eru Snæfell­ingum hugleikin og er skemmst að minnast strandhreinsunar­verkefni sem Svæðisgarður Snæfellinga skipulagði fyrir skömmu. Lionsklúbbar á Snæfellsnesi tóku þátt í því verkefni ásamt öðrum félögum, klúbbum og einstaklingum.

Um síðustu helgi hóf Lionsklúbbur Ólafsvíkur svo hreinsun vegkanta en það er verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér í samstarfi við Vegagerðina undanfarin ár, í þessari atrennu hreinsuðu félagar í klúbbnum vegkanta frá Búlandshöfða að Hellissandi. Um næstu helgi verður verk­efninu svo framhaldið.

Á meðfylgjandi mynd er hluti klúbbfélaga eftir að þeir höfðu losað ruslið á gáma­stöð Gámaþjónustu Vestur­lands, aðspurðir sögðu þeir að áberandi hafi verið hve mikið hafi verið af tómum tóbaks­umbúðum og einnig dósum og flöskum undan áfengum og óáfengum drykkjum.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli