Í úrvalshóp

Í vikunni kynnti Frjálsíþróttasamband Íslands nýjan lista yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára. Hópurinn samanstendur af 47 stelpum og 44 strákum. Þau koma víða af landinu eða úr 14 félögum. Hlutverk þessa hóps er að hittast fyrir utan hina almenna frjálsíþróttakeppni, fá fræðslu, kynnast fyrrum stjörnum og kynnast hvort öðru á öðrum grundvelli. Hópurinn er valinn í ár eftir nýjum lágmörkum og er hægt að nálgast þau á síðu fri.is
Einn fulltrúi er frá HSH og það er Hólmarinn Katrín Eva Hafsteinsdóttir sem fer inn í kúluvarpinu í hópi stúlkna fæddum árið 1997. Vel af sér vikið Katrín.