Ipad í sjúkrabílinn

Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði HVE í Ólafsvík Ipad og festingingu til notkunar í sjúkrabílunum í síðustu viku. Búið er að taka Ipadana í notkun og að sögn sjúkrabílstjóra er þetta bylting fyrir þá þar sem nú geti þeir fengið allar upplýsingar frá neyðarlínu beint í Ipadin. Mun það einnig gera staðsetningar nákvæmari og auðvelda þeim vinnu þar sem þau geta klárað skýrslur og annað í bílnum í gegnum tækið.
Myndin var tekin þegar fulltrúar Lionsklúbbs Ólafsvíkur afhentu sjúkrabílstjórum gjöfina.

þa