Jólamót í blaki og fótbolta

Á milli jóla og nýárs fóru fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar svokölluð „jólamót“ bæði í blaki og fótbolta. Vel var mætt á bæði mótin en rúmlega 20 tóku þátt í blakmótinu bæði karlar og konur. Fyrirkomulagið þar var að hver og einn taldi stigin sem hann fékk í hverjum leik og í lokin voru svo öll stigin reiknuð saman og sá stigahæsti vann. Í fótboltanum tók svipaður fjöldi þátt skipt var í fjögur lið og spilað. Hörkufjör var í öllum leikjunum og úrslitaleikurinn spennandi. Það sem var gaman að sjá við þessi „jólamót“ var að tilgangurinn var fyrst og fremst að hafa gaman þó keppnisskapið sé aldrei langt undan. Einnig að þarna voru samankomið fólk á mismunandi aldri bæði þeir sem eru að æfa íþróttina og þeir sem æfðu á yngri árum en ekki lengur. Höfðu allir gaman af og vonandi er þetta eitt af því sem verður árlegt á milli hátíðana.

þa