Jólin kvödd í fallegu veðri

Það er alltaf mikið um dýrðir þegar jólin eru kvödd í Ólafsvík á þrettándanum og var engin undantekning á því í ár. Þrettándabrenna var tendruð við Hvalsá að lokinni skrúðgöngu sem farin var frá Pakkshúsinu. Fjölmennt var í skrúðgöngunni sem leidd var af álfadrottningu, álfakóng og ýmsum púkum og verum. Brennunni lauk svo með flugeldasýningu, fljótlega að henni lokinni fóru að sjást alls konar verur á götum bæjarins en að brennu lokinni ganga börn í hús og sníkja „gott í gogginn“ húseigendur spöruðu ekki nammið sem börnin fengu og eiga þau góðar birgðir af „laugardagsnammi“ fram á nýja árið. Það eru Lionsklúbbarnir í Ólafsvíkásamt Slökkviliði Snæfellsbæjar sem standa að þrettándagleðinni sem heppnaðist mjög vel í fallegu veðri á síðasta laugardag.

 

þa