Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Kaffihúsakvöld


Það var líf og fjör í félagsmiðstöðinni Afdrep á síðasta fimmtudag, þá var haldið kaffihúsakvöld til fjáröflunar fyrir krakkana. Ágóðan af kvöldinu ætla þau að nota til að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sig. Tvö söngatriði voru á kvöldinu það voru þær Sara Dögg Eysteinsdóttir og Birgitta Sveinsdóttir sem tóku lagið en Birgitta mun fara fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar
Afdrep á samverustund þann 7. febrúar og syngja þar, en samverustundin er undankeppni fyrir Samfés. Farið var í leik og veitt verðlaun þeim sem fékk flest stig í leiknum. Við þetta sama tækifæri færði Lionsklúbbur Ólafsvíkur félagsmiðstöðinni bluetooth hljómtæki sem mun án efa nýtast krökkunum vel.
Eins og alltaf á kaffihúsakvöldum var boðið upp á veitingar kakó og súkkulaðiköku. Höfðu starfsmenn á orði að ágætlega hefði verið mætt en það hefði verið enn skemmtilegra ef fleiri hefðu mætt á annars skemmtilegt kvöld.

þa