Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Kátir sjómenn að afloknu netaralli

Netarallinu hjá Magnúsi SH lauk á síðasta mánudag. Gekk það vonum framar og var aflinn 600 tonn af óslægðum fiski í 19 róðrum og gerir það að meðaltali 31,6 tonn í róðri. Það var því nóg að gera hjá áhöfninni en í henni voru 10 til 12 manns. Netarallið byrjaði hjá þeim í endaðann mars og stóð því í tæpan mánuð að frádregnu páskafríi. Það voru því kátir sjóarar sem héldu í land eftir síðasta netarallsróðurinn eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Af aflabrögðum er annars það að frétta að hjá dragnótabátunum var Ólafur Bjarnason með 32 tonn í 2, Sveinbjörn Jakobsson 26 tonn í 2, Steinunn SH 17 tonn í 1, Bára SH 13 tonn í 2, Gunnar Bjarna­son SH 12 tonn í 1 og Esjar SH 11 tonn í 1.

Hjá litlu línubátunum var Særif SH með 43 tonn í 4, Kristinn SH 28 tonn í 4, Bíldsey SH 22 tonn í 3, Tryggvi Eðvarðs SH 15 tonn í 3, Brynja SH 14 tonn í 3, Sverrir SH 14 tonn í 3, Ingibjörg SH 8 tonn í 3 og Stakkhamar SH 6 tonn í 1.

Hjá stóru línubátunum var Hamar SH með 36 tonn í 1, Tjaldur SH 35 tonn í 1, Faxaborg SH 26 í 1, Rifsnes SH 10 tonn í 1. Bárður SH er eini litli neta­ báturinn sem réri þessa daga og landaði hann 30 tonnum í 3. Hjá stóru netabátunum landaði Magnús SH 156 tonnum í 6 og Saxhamar SH 23 tonnum í 2. Fjórir bátar eru á grásleppu og lönduðu þeir 17 tonnum í 15 löndunum. Þar af var Rán SH með 7 tonn í 4.

Tuttugu bátar eru nú á hand­færum og lönduðu þeir 78 tonn­ um í 49 löndunum, aflahæstur þeirra var Bryndís SH með 11 tonn í 3.

Í Ólafsvíkurhöfn komu 231 tonn á land í 61 löndun, í Rifshöfn komu 413 tonn á land í 13 löndunum og á Arnarstapa komu 45 tonn á land í 16 löndunum.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli