Kokteilkeppni

Dagana 6.-8. júlí verður viðburðurinn Stykkishólmur Cocktail Weekend haldinn í annað skipti. Þessi helgi var einnig haldin síðasta sumar og þótti takast einkar vel.

Viðburðurinn er einskonar keppni á milli veitingastaða og öldurhúsa í bænum þar sem þau keppast um að búa til besta kokteilinn.

Í fyrra komst mikið kapp í keppendur og metnaðarfullir drykkir voru á boðstólnum. Hver og einn staður hannar sinn eigin drykk.

Við öðru eins má búast í ár. Drykkirnir verða í boði á sérstöku tilboðsverði yfir helgina. Sérvalin dómnefnd mun síðan ganga á milli og velja besta drykkinn. Staðurinn sem vinnur hlýtur titilinn „Kokteilbar Stykkishólms 2017”. Úrslitin verða kynnt við hátíðlega athöfn á Fosshótel Stykkishólmi laugardaginn 8. júlí.

Hótel Egilsen hlaut titilinn síðasta ár.