Samfylkingin stærst

Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir RÚV dagana 30.jan.-15.febrúar, er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. 

Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir RÚV dagana 30.jan.-15.febrúar, er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. 

Könnun Gallups var net- og símakönnun gerð dagana 30. janúar til 15. febrúar; það er um það bil sá tími sem ný ríkisstjórn hefur setið.  Úrtakið var 3000 manns og svarhlutfall var 62%

Fylgi Samfylkingar mældist 27,7%  og fylgi hins stjórnarflokksins, Vinstri grænna mældist 24,1%.  Stjórnarflokkarnir eru því með 51% fylgi og gætu því myndað meirihlutastjórn án stuðnings Framsóknar ef niðurstaða kosninganna  í lok apríl yrði þessi.  Ef stuðningsflokkurinn á þingi, Framsókn yrði hinsvegar tekinn inn í stjórnina með það fylgi sem hann mældist með nú þ.e. 15% þá væri fylgið komið í 66,8%. 

Það er örlítið meira en mældist í könnuninni þegar spurt var út í stuðning við ríkisstjórnina þá reyndist hann mælast 62%.  Það eru því greinilega einhverjir framsóknarmenn sem yrðu ekki sáttir við að fara í stjórn með núverandi stjórnarflokkum.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist nú 25,8%.   Fylgi Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar mælist 2,5% hvors flokks.

Samkvæmt þessu fengi Samfylking 19 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 18, VG 16 þingmenn og Framsóknarflokkur 10.

 

Sjá frétt á ruv.is
Sjá frett á mbl.is

Af mbl.is