Þakkir

Fyrir hönd H-listans vil ég þakka kjósendum veittan stuðning og það traust sem okkur var sýnt í nýafstöðnum sveitastjórnar kosningum, þessi afgerandi niðurstaða er okkur afar mikilvæg. Jafnframt óska ég bæjarfulltrúum L-listans til hamingju með kjörið og vænti góðs samstarfs bæjarfélaginu til heilla.
Framundan eru spennandi og um leið krefjandi verkefni sem við munum vinna að í samstarfi við þá frambærilegu einstaklinga sem skipa munu minnihlutann. Á næstu dögum munum við skipa í nefndir og hefur H-listinn fengið eftirtalda einstaklinga til að vera formenn nefnda:
Skipulags-og byggingarnefnd: Daði Jóhannesson, lögfræðingur
Atvinnumálanefnd: Þorgrímur R Kristinsson, þjónustustjóri.
Hafnarstjórn: Guðmundur Kolbeinn Björnsson, vélfræðingur.
Skólanefnd: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, aðstoðarskólameistari.
Skólanefnd tónlistarskólans: Helga Sveinsdóttir, grunnskólakennari.
Safna- og menningarmálanefnd: Ragnheiður Valdimarsdóttir, forvörður.
Húsnæðisnefnd: Símon Hjaltalín, hársnyrti meistari.
Landbúnaðarnefnd: Eiríkur Helgason, útvegsbóndi.
Æskulýðs- og íþróttanefnd: Magnús Bæringsson,sjávarútvegsfræðingur.
Jafnréttisnefnd: Þóra Margrét Birgisdóttir, grunnskólakennari.
Umhverfisnefnd: Árni Ásgeirsson, líffræðingur.
Þjónustuhópur aldraðra: Steinunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari.
Stjórn dvalarheimilisins: Róbert W Jörgensen, fv.forstjóri.
Nefnd um málefni fatlaðra: Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi.
Stjórn Náttúrustofu Vesturlands: Sturla Böðvarsson, framkvæmdastjóri.
Ungmennaráð: Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, bókari.
Félags- og barnaverndarnefnd
Aðalmaður: Guðfinna D. Arnórsdóttir, gjaldkeri.
F.h H-listans
Hafdís Bjarnadóttir
Oddviti