Hér erum við stærri sneið af kökunni

Við fluttum hingað með fjölskyldum okkar fyrir fjórum árum síðan í leit að betri lífsgæðum. Vel var tekið á móti okkur og hér er svo sannarlega gott að búa. Á okkar fjórum árum sem við höfum búið hér höfum við séð margt gott gert í samfélaginu en einnig hvað betur mætti gera.
Komandi úr höfuðborginni þar sem skoðanir okkar og raddir höfðu minna vægi, fundum við fljótlega að hér værum við stærri sneið af kökunni og auðveldara fyrir okkur að taka þátt og vera virk í samfélaginu.

Framundan eru kosningar sem við höfum áhuga á að taka þátt í. Við viljum láta gott af okkur leiða í bænum okkar, stuðla að bættu samfélagi og virkja fleiri með. Ef fleiri eru í svipuðum hugleiðingum og vilja að skoðanir þeirra hafi vægi, þá endilega hafið samband við okkur og gerum eitthvað gott saman.

Agnes Helga Sigurðardóttir og Björgvin Sigurbjörnsson (eiginmaður tannlæknisins)
Þið getið haft samband við okkur í tölvupósti agnessigurdar@gmail.com og bjorgvin1012@gmail.com eða finnið okkur á fésbókinni.