Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Kosningastjóri til liðs við Okkar Stykkishólm

Framboðið Okkar Stykkishólmur hefur fengið Gísla Svein Gretarsson til liðs við sig fyrir komandi kosningar. Verður hann þeim innan handar síðustu vikurnar í skipulagsvinnu og við kosningastjórn.
„Mér leist strax vel á listann þegar hann kom fram og sýn þeirra á stjórnmálin. Það var því auðvelt að svara þessu tilboði eftir smá umhugsun. Fyrst og fremst þakka ég þeim traustið. Listinn hefur unnið flotta vinnu í stefnumörkun og undirbúningi og hvet ég alla að kynna sér gildi og áherslur framboðsins.“
Gísli starfar við þjónustutengsl í Arion banka og hefur lokið BA-gráðu í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

Tilkynning frá Okkar Stykkishólmur