Listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Grundarfirði

Á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Grundarfirði sunnudaginn 4. mars var framboðslisti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra fyrir komandi sveitastjórnarkosningar samþykktur.
Jósef Ó. Kjartansson leiðir listann og hefur undirbúningur fyrir málefnavinnu nú þegar hafist.

Listinn í heild sinni:
1. Jósef Ó. Kjartansson, verktaki.
2. Heiður Björk Fossberg Óladóttir, aðalbókari.
3. Unnur Þóra Sigurðardóttir, nemi.
4. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri.
5. Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi.
6. Eygló Bára Jónsdóttir, kennari.
7. Bjarni Georg Einarsson, áliðnaðarmaður.
8. Runólfur J. Kristjánsson, skipstjóri.
9. Sigríður G. Arnardóttir, deildarstjóri.
10. Tómas Logi Hallgrímsson, flutningabílstjóri.
11. Unnur Birna Þórhallsdóttir, kennari.
12. Valdís Ásgeirsdóttir, veiðieftirlitskona.
13. Arnar Kristjánsson, skipstjóri.
14. Þórey Jónsdóttir, skrifstofustjóri.