Kristnihald undir jökli

Biskup Íslands hefur ákveðið að færa séra Pál Ágúst Ólafsson sóknarprest í Staðastaðarprestakalli til í starfi. Þetta kemur fram á fréttaveitunni Dreifaranum. Hann mun nú þjóna sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi.

Næstu fjóra mánuði mun sr. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur þjóna sem sóknarprestur. Að fjórum mánuðum liðnum verður boðað til kosninga.

Sr. Páll hefur sinnt preststörfum frá Borgarnesi, þar sem hann bý nú. Mygla kom upp í prestbústaðnum í sókninni. Var húsið dæmt óíbúðarhæft og gert upp. Páll og fjölskylda snéru ekki til baka í bústaðinn og aflétti biskup búsetuskyldu á Staðastað. Vakti ákvörðunin hörð viðbrögð íbúa í Staðasveitinni.