Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Kvíði og þunglyndi

S.l. Þriðjudag var haldinn fyrirlestur um kvíða og þunglyndi hjá börnum. Fyrirlesturinn var haldinn í Grunnskóla Stykkishólms.  Inga Stefánsdóttir sálfræðingur hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellsness fór yfir helstu merki um kvíða og þunglyndi hjá börnum í dag og hver úrræðin geta verið.  Mjög góð mæting var á fundinn og líflegar umræður á meðan á erindi stóð.

Kom fram í máli Ingu að auknar líkur eru á þunglyndi hjá börnum í tengslum við tölvunotkun þeirra.  Er þar átt við þá tölvunotkun sem byggir á því að njóta efnis eins og á samfélagsmiðlum, myndabandasíðum og leikjum. Rannsóknir sem birtar voru í British Journal of Sports Medicine á síðasta ári sýnir að 1 tími á dag af slíkri tölvunotkun hefur lítil sem engin áhrif.  Um leið og tíminn lengist aukast líkurnar á þunglyndi hjá viðkomandi barni.  Þannig eru niðustöður þær að barn sem eyðir 5 klst eða meira á dag í tölvunotkun af þessu tagi sé 80% líklegri til að fá þunglyndi.

Kom fram á fyrirlestrinum að þarna beri foreldrar mikla ábyrgð ekki síður en skólaumhverfið og voru ræddar aðferðir til að brjóta upp viðja vanans í tölvunotkun barna og unglinga ekki síður en hjá fullorðnum.