Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á þriðja ársfjórðungi

Í lok 3. ársfjórðungs 2013 bjuggu 325.010 manns á Íslandi, 163.000 karlar og 162.010 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar búsettir á landinu voru 22.760. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 208.210 manns.

Á 3. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.130 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 620 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 170 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 790 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu.

Snæfellsnes:

Mannfjöldi eftir sveitarfélögum, kyni, ríkisfangi og ársfjórðungum 2010-2013
Alls
2013
1. ársfjórðungur
  Grundarfjarðarbær 890
  Helgafellssveit 60
  Stykkishólmur 1.100
  Eyja- og Miklaholtshreppur 160
  Snæfellsbær 1.710
2. ársfjórðungur
  Grundarfjarðarbær 890
  Helgafellssveit 60
  Stykkishólmur 1.110
  Eyja- og Miklaholtshreppur 160
  Snæfellsbær 1.710
3. ársfjórðungur
  Grundarfjarðarbær 880
  Helgafellssveit 60
  Stykkishólmur 1.100
  Eyja- og Miklaholtshreppur 150
  Snæfellsbær 1.700

Tekið er tillit til fæddra, látinna og búferlaflutninga fyrir viðmiðunardag sem tilkynnt var um innan 10 virkra daga frá lokum ársfjórðungs. Tölurnar geta því verið frábrugðnar mannfjöldatölum 1. janúar og miðársmannfjölda sem hafa aðra uppgjörsaðferð.

Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunar.  Heimild:  Hagstofa Íslands