Leikskólabörn í Bjarnarhöfn

Það voru heldur betur glaðir krakkar sem kíktu á lömbin í Bjarnarhöfn síðastliðinn sunnudag. Foreldrafélagið stóð að ferðinni og bauð upp á kræsingar fyrir börnin.

Svo skemmtilega vildi til að tvö lömb komu í heiminn á meðan heimsókninni stóð. Það þótti spennandi sjón, bæði fyrir börn og fullorðna.

Að sjálfsögðu fengu gestir að halda á lömbunum áður en haldið var heim á leið úr blíðunni í Bjarnarhöfn.