Lestur Passíusálma

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir í Ólafsvíkur­kirkju á föstudaginn langa. Um lesturinn sáu Kirkjukór Ólafs­víkur, Kvenfélag Ólafsvíkur, félagar úr Rotaryklúbb Ólafs­víkur, Félag eldriborgara í Snæ­fellsbæ, Lionsklúbbur Ólafs­víkur, Lionsklúbburinn Rán, Ungmennafélagið Víkingur og Soroptimistar.

Kaffiveitingar voru í safnaðarheimilinu og þegin frjáls framlög fyrir þau. Lestur Passíusálmanna tók rúma 4 tíma, það voru 26 sem lásu og Lena spilaði á milli lestra. Passíusálmalesturinn var hluti af afmælishaldi kirkjunnar í tilefni 50 ára afmælis hennar á þessu ári. Var þetta í fyrsta sinn í 13 ár sem þeir voru lesnir í heild sinni. Tókst þetta vel og margir sem komu og hlustuðu tímunum saman og aðrir styttra.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli