Lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaga

Í fundargerð bæjarstjórnar Stykkishólms frá síðustu viku var tvívegis rætt um uppgjör fyrir sveitarfélagið vegna breytinga hjá A-deild Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Eins og fram hefur komið í fréttum eru öll sveitarfélög á landinu að takast á við þetta verkefni sem er tilkomið vegna setningu laga nr. 127/2016 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem var breytt og hafði sú lagabreyting áhrif á A-deild Brúar frá 1. júní s.l. sem kallaði á framlög launagreiðenda, sveitarfélaganna, til A-deildar sjóðsins. Viðbótarframlag sveitarfélaganna í heild sinni er um 40 milljarðar króna en þar sem sveitarfélög reka hjúkrunar/dvalarheimili þá mun hluti þessa framlags lenda á ríkinu. Varðandi Stykkishólmsbæ þá mun það liggja fyrir í næstu viku hver endanleg upphæð verður sem Stykkishólmsbær þarf að greiða til A-deildar Brúar.

am