Lionsklúbbur Nesþinga gefur peningagjöf

Þriðjudaginn 10. október komu félagar í Lionsklúbbi Nesþinga saman og héldu fund í Sjómannagarðinum á Hellissandi. Þóra Olsen forsvarsmaður garðsins tók á móti mannskapnum og greindi þeim frá þeim miklu og góðu framkvæmdum sem átt hafa sér stað síðustu misserin. Félagar voru sammála um að safnið væri glæsilegt og veitti góða innsýn inn í sögu sjávarútvegsins á Snæfellsnesi. Það var Halldór Kristinsson formaður sem afhenti Sjómannagarðinum peningagjöf að verðmæti 100.000 kr. og þakkaði Þóra kærlega fyrir og taldi víst að þessir peningar kæmu sér vel í komandi framkvæmdum.

Bæjarblaðið Jökull