Litið til baka – 1. febrúar 2007

Þetta tölublað var rosa mikið 2007.

Tíu blaðsíður og sumar í lit.

Skemmtileg frétt og ekki síður skemmtileg mynd prýddi forsíðuna. Fréttin fjallaði um kjör Hólmara ársins 2006 og voru það St. Franciskussystur sem hlutu þann heiður.

Í lok árs 2006 höfðu þær lokið formlegu starfi hér í bæ eftir að hafa selt ríkinu sinn hlut í sjúkrahúsinu. Þær voru stór þáttur í samfélaginu og sinntu óeigingjörnu starfi sem eftir var tekið.

Viðurkenninguna hlutu þær ekki einungis fyrir störf í heilbrigðisþjónustu heldur einnig fyrir samfélagslegt mikilvægi sitt í bænum.

Aðrar tilnefningar það árið hlutu eftirfarandi í stafrófsröð:

 • Árný Guðmundsdóttir
 • Ásdís Herrý, Margrét og Kári Hjaltalín
 • BB & Synir
 • Hanna Jónsdóttir
 • Högni Bærings
 • Martin Markvoll
 • Rafn Rafnsson
 • Róbert og Menja, Náttúrustofu
 • Sigurður og Anna, Stykkishólms-Póstinum
 • Sigurjón og Sævar, Skipavík
 • Steinunn og Sæþór, Narfeyrarstofu
 • Sturla Böðvarsson
 • Þórarinn Sighvatsson, Sumarbústöðum ehf.