Litið til baka – 5. október 2000

Hr. Ólafur Ragnar og handhafar Hvatningarverðlauna

Það var ekki ómerkari maður en Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem birtist lesendum á forsíðu Stykkishólms-Póstsins í 34. tbl., 7. árg.

Forsetinn þáverandi hafði verið í obinberri heimsókn á Snæfellsnesi þar sem hann heimsótti m.a. skóla og fyrirtæki.

Héraðssamkoma var haldin í félagsheimili Stykkishólms þar sem bæjarbúum Stykkishólms og Helgfellingum var boðið í kaffi. Þar afhenti Ólafur Hvatningarverðlaun forsetaembættisins. Við afhendinguna hafði forsetinn á orði að handhafar verðlaunanna hefðu allir staðið sig með miklum ágætum í leik og starfi þó sumir þeirra hafi þurft að leggja mikla vinnu á sig svo að þannig mætti vera.

Handhafar verðlaunanna voru: Jóhanna Ómarsdóttir, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, Lára María Harðardóttir, Guðni Heiðar Valentínusson og Rúnar Ólason.

Auglýsingar sem standa upp úr eru auglýsingar sem tæplega sjást í dag. Myndbandaleigan Ásinn auglýsir tilboð, gömul spóla fylgdi nýrri á sunnudögum og fimmtudögum.

Hin auglýsingin er frá Rauða torginu. Veiðilendur nútímans! Karlar hringja fyrir 199,90 kr./mín. Konur frítt.