Skrifað var undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs til 24 sveitarfélaga í vikunni af fulltrúum fjarskiptasjóðs og sveitarfélaganna. Samningarnir eru í tengslum við átakið Ísland ljóstengt, landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli.
Samtals fá sveitarfélögin 450 millj. kr. í styrki. Lægsti styrkurinn er tæplega 1,5 millj. en sá hæsti nær 63 millj. kr.
Önnur fjármögnun kemur frá þeim sem tengjast, sveitarfélögum og fjarskiptafyrirtækjum eftir atvikum. Framlag heimamanna til hverrar tengingar verður að lágmarki 350.000 kr. til móts við styrkveitinguna samkvæmt BB.is.
Tvö sveitarfélög á Snæfellsnesi fengu útlutaðan styrk. Grundarfjarðarbær fékk um 15,5 millj. kr. og Snæfellsbær 46,5 millj. kr.
Hér að neðan má sjá lista yfir sveitarfélög sem fengu úthlutun.
Akraneskaupstaður | 2.936.250 kr. |
Breiðdalshreppur | 19.350.000 kr. |
Dalabyggð | 8.680.000 kr. |
Djúpavogshreppur | 8.474.661 kr. |
Fjarðabyggð | 9.280.079 kr. |
Fljótsdalshérað | 2.895.260 kr. |
Grindavíkurbær | 10.000.000 kr. |
Grundarfjarðarbær | 15.468.559 kr. |
Hrunamannahreppur | 24.860.000 kr. |
Kjósarhreppur | 25.000.000 kr. |
Langanesbyggð | 6.000.000 kr. |
Rangárþing eystra | 62.750.000 kr. |
Rangárþing ytra | 16.920.000 kr. |
Reykhólahreppur | 19.000.000 kr. |
Skaftárhreppur | 9.075.000 kr. |
Skorradalshreppur og Borgarbyggð | 16.417.191 kr. |
Snæfellsbær | 46.498.000 kr. |
Strandabyggð | 11.000.000 kr. |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 26.395.000 kr. |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 53.510.980 kr. |
Sveitarfélagið Skagaströnd | 1.489.020 kr. |
Vopnafjarðarhreppur | 25.000.000 kr. |
Þingeyjarsveit | 29.000.000 kr. |