Ljóti andarunginn í Stykkishólmi

Mynd: Þóra Sonja Helgadóttir

Þriðjudaginn 13. júlí var leiksýning í Kvenfélagsgarðinum. Þar var mættur Leikhópurinn Lotta og flutti sýninguna Ljóti andarunginn.

Leikhópurinn hefur þótt mjög vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Þetta er ellefta sýningin sem þau setja upp og ferðast með í kringum landið. Efniviðurinn er fenginn úr klassískum ævintýrum sem flestum eru kunn. Eins og góðum barnasýningum sæmir geta fullorðnir einnig haft gaman af.

Mæting var góð og skemmtu börnin sér vel í sólinni. Að lokum fengu þau svo að hitta persónurnar úr leikritinu og fá af sér mynd með þeim.