Löndunarkrönum fjölgað

Nýr löndunarkrani sem er staðsettur efst á Norðurtanga var tekinn í notkun í Ólafsvíkur­höfn á dögunum. Kraninn er góð viðbót og mun hann nýtast mjög vel en oft hefur verið erfitt að landa á gömlu krönunum sérstaklega í sunnanáttum vegna sjógangs og vinds.

Þessi krani er búinn fjarstýringu sem er til mikilla þæginda fyrir þá sem einir eru og líka hvað varðar öryggi fyrir þá sem er á stóru yfirbyggðu bátunum. Þá getur sá sem hífir staðið á lúgunni og horft niður og séð hvað hann er að gera en áður þurftu þeir að vera með kallkerfi. Mun hann einnig örugglega stytta löndunarbið þegar margir eru á sjó í góðu veðri.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli