A.m.k. fjórir sækja um forstöðumannsstarf

Stykkishólmsbær auglýsti starf forstöðumanns Amtsbókasafns laust til umsóknar í lok síðasta mánaðar. Fresturinn er nú liðinn. Alls hafa borist fjórar umsóknir þegar þetta er skrifað, en eftir á að koma í ljós hvort að fleiri umsóknir eigi eftir að skila sér með póstinum.

Starfsfólki Amtsbókasafnsins var sagt upp störfum í vor.

Á bæjarráðsfundi þann 10. febrúar sl. var lögð fram skýrsla um skipulagsbreytingar safnsins. Bæjarstjóra var falið að vinna úr tillögum ráðgjafa í samráði við skólastjóra Grunnskólans, skólanefnd og safna- og menningarmálanefnd.

Á bæjarstjórnarfundi 27. apríl var bæjarstjóra falið að auglýsa stöður við nýtt safn í samræmi við tillögur ráðgjafa: Amtsbókasafn – Stofnun mennta, menningar og upplýsingatækni, eins og það kemur til með að heita.

Starfsemi nýs safns fer fram í viðbyggingu sem verið er að reisa við Grunnskólann.